Enski boltinn

Kiel fékk á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik og skellti Vardar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nicklas Landin skellti í lás í dag.
Nicklas Landin skellti í lás í dag. vísir/getty
Kiel vann öruggan ellefu marka sigur á Vardar í Makedóníu í kvöld en lokatölurnar urðu 30-21 sigur þeirra þýsku.

Varnarleikur og markvarsla Kiel var í háum gæðaflokki í fyrri hálfleik en Kiel fékk einungis á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þeir leiddu 16-4 í hálfleik.

Eftirleikurinn var þar af leiðandi mjög auðveldur en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel. Markahæstur var Hendrik Pekeler með átta mörk.

Kiel er á toppi riðilsins með sjö stig en Vardar er í öðru sætinu með sex stig. Þeir höfðu unnið fyrstu þrjá leikina í riðlinum.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof unnu sex marka sigur á Tatran Presov, 28-23, í C-riðli Meistaradeildarinnar.

Savehof er á toppi C-riðilsins með átta stig í fyrstu fjórum leikjunum en Presov er á botni riðilsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×