Enski boltinn

Simeone: Svíður meira að missa Lucas en Griezmann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Diego Simeone hefur gert stórkostlega hluti hjá Atletico Madrid.
Diego Simeone hefur gert stórkostlega hluti hjá Atletico Madrid. vísir/getty
Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Atletico Madrid í sumar þar sem nokkrir lykilmenn til margra ára yfirgáfu félagið. Á meðal leikmanna sem fóru má nefna Antoine Griezmann, Diego Godín, Rodri, Juanfran og Filipe Luis.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er hins vegar á því að brottför franska bakvarðarins Lucas Hernandez svíði mest en hann var seldur til Bayern Munchen fyrir 80 milljónir evra.

„Hvert tilvik er einstakt. Það sem særði okkur mest var að missa Lucas því hann var einn af okkar eigin. Hann ólst upp hérna, eins og Saúl og Koke.“

„Hann var í svipaðri stöðu og Thomas Partey. Við höfum unnið með þessa leikmenn frá því að þeir voru krakkar og Lucas fór í gegnum það prógram,“ segir Simeone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×