Enski boltinn

Ensku blöðin á einu máli um tap landsliðsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Byrjunarlið Englands í gær
Byrjunarlið Englands í gær vísir/getty
Enska landsliðið í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 10 ár þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Tékkum í undankeppni EM 2020 í Tékklandi í gærkvöldi.

Með sigri hefði enska liðið tryggt sig inn í lokakeppni EM og þeir fengu svo sannarlega draumabyrjun þar sem Harry Kane kom Englandi í 0-1 á 5.mínútu leiksins. Jakub Bracek var fljótur að jafna fyrir Tékka og Zdenek Ondrášek tryggði Tékkum svo sigur skömmu fyrir leikslok.

Englendingar hafa verið algjörlega óstöðvandi í undankeppnum síðastliðinn áratug og fengu leikmennirnir sem spiluðu leikinn í gær að sjálfsögðu að finna fyrir því frá ensku pressunni.

Eins og sjá má á samsettri mynd hér fyrir neðan var mikill samhljómur í fyrirsagnavalinu hjá þeim ensku sem þykja gjarnan orðheppnir með eindæmum.

Geta tryggt sig áfram á mánudag
Enska pressan var samrýnd í vali á fyrirsögnTwitter
Þrátt fyrir tapið í Prag stendur enska liðið vel að vígi í riðlinum og getur tryggt sér sæti í lokakeppni EM með sigri á Búlgörum á mánudag, svo lengi sem Kósovó nær ekki að vinna Svartfjallaland.

England og Tékkland eru jöfn að stigum í A-riðli en Englendingar hafa leikið einum leik minna.

Leikur Búlgaríu og Englands hefst klukkan 18:45 á mánudag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×