Sjálfbær ferðaþjónusta þýðir sjálfbær laun Drífa Snædal skrifar 11. október 2019 15:45 Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar