ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 12:40 Breski Brexitmálaráðherrann Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, funduðu í morgun. epa Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15