Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 11:31 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira