Lokamínúturnar og sekúndurnar voru ansi spennandi en Íslandsmeistararnir höfðu betur að endingu.
Bæði lið fengu dæmda á sig skrefdóma á síðustu mínútunni en að endingu var það Hergeir Grímsson sem gerði út um leikinn á vítalínunni.
Þetta var fyrsta tap Eyjamanna á tímabilinu en þeir voru nokkuð ósáttir við dómara leiksins undir lok leiksins.
Seinni bylgjan gerði upp lokasekúndurnar í þætti sínum í gærkvöldi.