Enski boltinn

Sol­skjær með versta vinnings­hlut­fall knatt­spyrnu­stjóra Man. Utd síðan 1981

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty
Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United, 18. desember, degi eftir tap gegn Liverpool á Anfield og við skútunni tók Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær byrjaði af miklum krafti með þá rauðklæddu frá Manchester en eftir að hann fékk langtímasamning eftir að hafa slegið út PSG í marsmánuði hefur allt gengið á afturfótunum.

Margt hefur gerst síðan Solskjær skrifaði undir langtímasamninginn þann 28. mars en síðustu sjö mánuðir hafa verið mjög slakir. Vinningshlutfall Solskjær er það versta síðan Dave Sexton stýrði liðinu United 1977-1981.

Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið ekki unnið útileik í úrvalsdeildinni síðan þeir höfðu betur gegn Crystal Palace þann 27. febrúar. United hefur ekki þurft að bíða svona lengi eftir sigri á útivelli í 30 ár.

Alla frétt Harðar Magnússonar um gengi Man. Utd síðustu vikur og mánuði má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.

Klippa: Umræða um Manchester United





Fleiri fréttir

Sjá meira


×