Handbolti

Seinni bylgjan: „Hálf glórulaust að þeir stilla upp í skot fyrir ískaldan mann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri hleypur af velli.
Tandri hleypur af velli. vísir/skjáskot
Tandri Már Konráðsson var skásti leikmaður Stjörnunnar er liðið tapaði fyrir ÍR á mánudagskvöld í Olís-deild karla.

Þegar Stjarnan var sex mörkum undir er rúmar fimm mínútur voru eftir var Tandri hins vegar tekinn af velli í mikilvægri sókn Stjörnunnar.

Seinni bylgjan fór yfir þessa skiptingu í gær en inn á kom Birgir Steinn Jónsson sem hafði ekkert spilað í leiknum.

„Það var hálf glórulaust að þeir stilla upp í skot fyrir ískaldan mann. Ég hélt að Tandri væri meiddur en kannski er þetta eitthvað sem þeir voru búnir að fara yfir,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar.

„Mér fannst virkilega gaman að sjá Tandra í þessu standi sem hann var í. Hann er búinn að vera í vandræðum í sókn en ég var ánægður með hann,“ bætti Ágúst Jóhannsson við.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Furðuleg skipting á Tandra

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×