Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 08:39 Drög að nýjum stofnleiðum má sjá á þessu korti. Mynd/Strætó Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7 Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Drög að nýju leiðaneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu voru kynnt í gær. Leiðanetinu verður skipt í tvo flokka: stofnleiðir og almennar leiðir og taka fyrstu hugmyndir mið af því. Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum. Í kynningu leiðanetsins á vefsíðu Strætó segir að stofnleiðanetið sé skipulagt sem burðarásinn í kerfinu. Tilgangur þess verði að flytja mikinn fjölda farþega á sem stystum tíma. Áætlað er að vagnar á stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatíma. Þá er áætlað að borgarlínan muni leysa hluta stofnleiðanets Strætó af hólmi eftir því sem sérrými Borgarlínu byggist upp. Þá verður leitast við að tengja hverfi höfuðborgarsvæðisins við stofnleiðanet Strætó og Borgarlínu. Áætlað er að almennar leiðir aki á 15 mínútna tíðni á annatíma og á 20-30 mínútna tíðni utan annatíma.Leiðanetið með bæði stofnleiðum og almennum leiðum.Mynd/StrætóLeiðanetið verður innleitt í skrefum eftir því sem hægt er en stærstu breytingarnar eru áætlaðar um 2023, þegar gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga borgarlínu verði lokið. Umfangsmestu breytingarnar munu felast í nýju skipulagi við Hlemm þar sem einungis verður gegnumakstur almenningssamgangna, nýrri endastöð á BSÍ reit, brú yfir Fossvog og nýrri skiptistöð í Vogabyggð. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, tók leiðanetið til umfjöllunar á Twitter-reikningi sínum í gær. Hún sagði leiðanetið byggt á svokölluðu „Ridership“-neti, sem feli í sér ákveðnar breytingar á núverandi Strætókerfi. „Í slíku neti er mest tíðni þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur. Leiðirnar eru beinni, með örari tíðni, styttri ferðatíma og fleiri farþega. Á móti, gætu farþegar þurft að fara lengri vegalengdir á næstu biðstöð.“Áætlað er að vagnar á Stofnleiðum aki á 7-10 mínútna fresti á annatímum og 15-20 mínútna fresti utan annatímaVagnar á Almennum leiðum aka á 15 mínútna fresti á annatímum og 20-30 mínútna fresti utan annatíma pic.twitter.com/gPM8oZZDFJ— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) October 9, 2019 Hér má nálgast gagnvirkt kort af nýja leiðakerfinu. Á síðunni má jafnframt senda inn hugmyndir eða ábendingar um kerfið en í tilkynningu Strætó segir að lögð verði mikil áhersla á þátttöku almennings í mótun kerfisins, til dæmis varðandi legu leiða og staðsetningu stoppistöðva. Strætó mun halda opin hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir geta komið við, kynnt sér leiðanetið og komið sínum ábendingum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu borgarlínu. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna: DagsetningTímiStaðsetning 21. október15:00-18:00Háholt í Mosfellsbæ22. október 15:00-18:00Mjódd 24. október15:00-18:00Smáralind 28. október15:00-18:00Fjörður 29. október12:00-14:00Háskólatorg29. október 16:00-18:00Háskólatorg31. október 16:00-18:00 Ráðhús Garðabæjar, Garðatorg 7
Borgarlína Samgöngur Skipulag Strætó Tengdar fréttir „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42
Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05