Enski boltinn

Framkvæmdarstjóri Dortmund reyndi að lokka Klopp aftur til félagsins sumarið 2018

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að hann hafi reynt að lokka Jürgen Klopp aftur til félagsins sumarið 2018.

Klopp vann þýsku úrvalsdeildina í tvígang á sjö ára tíma þjálfaraferli sínum hjá félaginu og kom Dortmund aftur í fremstu röð í Evrópuboltanum.

Hann yfirgaf svo Dortmund árið 2015 og nokkrum mánuðum síðar var hann ráðinn stjóri Liverpool þar sem hann hefur gert frábæra hluti.

Þrátt fyrir að Watzke hafi reynt að fá Klopp til félagsins segir hann að það hafi ekki komið honum á óvart að Klopp hafi viljað vera lengur hjá Liverpool.

„Ég vissi að Jürgen myndi neita og klára samninginn sinn hjá Liverpool. Hann hefur alltaf klárað sína samninga en ég varð að spyrja hann,“ sagði Watzke í nýrri bók sinni.







„Ég bjóst ekki við því að hann myndi segja já en ég hefði ekki fyrirgefið sjálfum mér ef ég hefði ekki lagt fram þessa fyrirspurn.“

Bókin fjallar um tíma Watzke hjá Dortmund og hann hrósar Klopp mikið.

„Það mikilvægasta í sambandi okkar var að við gátum treyst hvorum öðrum. Jürgen laug aldrei að mér. Hann var hreinskilinn og ég sagði honum aldrei ósatt.“

Klopp er nú með Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á undan Englandsmeisturunum í Manchester City, eftir átta umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×