Handbolti

Seinni bylgjan: Dómarinn rak áhorfanda út úr húsinu í Grafarvogi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson hendir Aroni út.
Anton Gylfi Pálsson hendir Aroni út. vísir/skjáskot
Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Fjölnis og Fram í Olís-deild karla á þriðjudag er áhorfandi var rekinn út úr húsinu.

Anton Gylfi Pálsson, annar dómari leiksins, fékk sig fullsaddan af einum áhorfandanum sem lét í sér heyra vegna ákvörðunar dómara í fyrri hálfleik leiksins. Anton Gylfi rak hann svo út úr húsinu.

Við nánari athugun kom í ljós að áhorfandinn var leikmaðurinn Aron Gauti Óskarsson en hann er á mála hjá Fram.

Seinni bylgjan fór yfir málið og má sjá nánari yfirferð þeirra um atvikið í spilaranum hér að ofan.



Klippa: Seinni bylgjan: Ráku áhorfanda út

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×