Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 13:26 Elva Hrönn Hjartardóttir er meðal þeirra ungmenna sem sækja Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. mynd/aðsend Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira