Konungleg leyndarmál afhjúpuð í nýrri bók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 21:46 Elísabet II Englandsdrottning var með fjólubláan hatt þegar hún afhenti bikarinn á síðustu Royal Ascot kappreiðum, en fólk veðjar um lit hattsins á hverju ári. Mynd//Getty Elísabet II Englandsdrottning lætur aðra um að ganga til nýja skó áður en hún notar þá. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bókinni The Other Side of the Coin: The Queen, The Dresser and the Wardrobe. Angela Kelly, vinkona og starfsmaður Elísabetar Englandsdrottningar í 25 ár, er höfundur bókarinnar en drottningin sjálf gaf leyfi sitt fyrir útgáfunni. „Drottningin hefur lítinn tíma út af fyrir sig og hefur ekki tíma til að ganga til nýja skó, við notum sömu skóstærð og því passar best að gera þetta svona,“ skrifar Kelly um þetta einstaka hlutverk sitt. Kelly sér um að velja föt, skó og skartgripi fyrir drottninguna og hefur unnið við það frá árinu 2002. Tímaritið Hello birtir nokkur sniðug leyndarmál sem Kelly afhjúpar í bókinni. Samkvæmt frétt á vef BBC skrifar Kelly meðal annars um atriðið sem drottningin lék í ásamt leikaranum Daniel Craig fyrir ólympíuleikana árið 2012. Þurfti drottningin aðeins að hugsa sig um í fimm mínútur áður en hún sagði já. „Innan nokkurra mínúta var ég að segja leikstjóranum góðu fréttirnar, ég held að hann hafi næstum því dottið úr stólnum sínum þegar ég sagði að eina skilyrði drottningarinnar væri að hún fengi að segja frægu línuna „Góða kvöldið herra Bond.““Kelly segir líka frá því að eftir að þær komust að því að fólk væri að veðja um litinn á hatti drottningar þegar hún mætir á Royal Ascot kappreiðarnar, ákváð Kelly að gera þetta meira spennandi. Gekk hún meira að segja svo langt að setja aðra hatta víða um höllina til að villa um fyrir fólki. „Ég hitti eiganda Paddy Power og við ákváðum að lokað yrði fyrir veðmál um litinn á hatti drottningar á ákveðnum tíma til þess að koma í veg fyrir svindl.“Bókin er strax komin á metsölulista.Mynd/AmazonÍ bókinni er skrifað um faðmlag drottningarinnar og Michelle Obama, en þar vakti athygli að drottningin hefði heilsað Obama með faðmlagi.„Í rauninni voru þetta ósjálfráð viðbrögð hjá drottningunni að sýna þessari frábæru konu ástúð og virðingu.“ Kelly uppljóstraði því hvernig Yorkshire te var notað til þess að líkja eftir litnum á skírnakjól konungsfjölskyldunnar. Á síðasta ári var gerð eftirlíking af skírnarkjól sem hafði verið notaður innan fjölskyldunnar í meira en tíu ár. Til þess að hafa eftirlíkinguna sem nákvæmasta var notað sterkasta teið sem völ var á. „Við settum hvert blúndustykki í litla skál úr eldhúsinu, fyllta með köldu vatni og tepoka og létum liggja í bleyti í um fimm mínútur, en kíktum reglulega á þetta þangað til liturinn varð fullkominn.“ Bókin kemur ekki út fyrr en á morgun en er strax komin á metsölulista Amazon vegna forpantana. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning lætur aðra um að ganga til nýja skó áður en hún notar þá. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bókinni The Other Side of the Coin: The Queen, The Dresser and the Wardrobe. Angela Kelly, vinkona og starfsmaður Elísabetar Englandsdrottningar í 25 ár, er höfundur bókarinnar en drottningin sjálf gaf leyfi sitt fyrir útgáfunni. „Drottningin hefur lítinn tíma út af fyrir sig og hefur ekki tíma til að ganga til nýja skó, við notum sömu skóstærð og því passar best að gera þetta svona,“ skrifar Kelly um þetta einstaka hlutverk sitt. Kelly sér um að velja föt, skó og skartgripi fyrir drottninguna og hefur unnið við það frá árinu 2002. Tímaritið Hello birtir nokkur sniðug leyndarmál sem Kelly afhjúpar í bókinni. Samkvæmt frétt á vef BBC skrifar Kelly meðal annars um atriðið sem drottningin lék í ásamt leikaranum Daniel Craig fyrir ólympíuleikana árið 2012. Þurfti drottningin aðeins að hugsa sig um í fimm mínútur áður en hún sagði já. „Innan nokkurra mínúta var ég að segja leikstjóranum góðu fréttirnar, ég held að hann hafi næstum því dottið úr stólnum sínum þegar ég sagði að eina skilyrði drottningarinnar væri að hún fengi að segja frægu línuna „Góða kvöldið herra Bond.““Kelly segir líka frá því að eftir að þær komust að því að fólk væri að veðja um litinn á hatti drottningar þegar hún mætir á Royal Ascot kappreiðarnar, ákváð Kelly að gera þetta meira spennandi. Gekk hún meira að segja svo langt að setja aðra hatta víða um höllina til að villa um fyrir fólki. „Ég hitti eiganda Paddy Power og við ákváðum að lokað yrði fyrir veðmál um litinn á hatti drottningar á ákveðnum tíma til þess að koma í veg fyrir svindl.“Bókin er strax komin á metsölulista.Mynd/AmazonÍ bókinni er skrifað um faðmlag drottningarinnar og Michelle Obama, en þar vakti athygli að drottningin hefði heilsað Obama með faðmlagi.„Í rauninni voru þetta ósjálfráð viðbrögð hjá drottningunni að sýna þessari frábæru konu ástúð og virðingu.“ Kelly uppljóstraði því hvernig Yorkshire te var notað til þess að líkja eftir litnum á skírnakjól konungsfjölskyldunnar. Á síðasta ári var gerð eftirlíking af skírnarkjól sem hafði verið notaður innan fjölskyldunnar í meira en tíu ár. Til þess að hafa eftirlíkinguna sem nákvæmasta var notað sterkasta teið sem völ var á. „Við settum hvert blúndustykki í litla skál úr eldhúsinu, fyllta með köldu vatni og tepoka og létum liggja í bleyti í um fimm mínútur, en kíktum reglulega á þetta þangað til liturinn varð fullkominn.“ Bókin kemur ekki út fyrr en á morgun en er strax komin á metsölulista Amazon vegna forpantana.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30 Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35 Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Snæðir kvöldverð með drottningunni Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. 3. júní 2019 18:30
Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna sameiginlega leið. 25. janúar 2019 10:35
Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Telur nokkuð víst að hún hafi beðið prinsinn um að hætta akstri eftir áreksturinn. 24. janúar 2019 10:05