Danska lögreglan vill fá að nota andlitsgreiningartækni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2019 19:15 Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23