Danska lögreglan vill fá að nota andlitsgreiningartækni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. október 2019 19:15 Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur áhuga á því að nýta sér andlitsgreiningarbúnað í baráttunni við glæpi. Danir ræða nú um þessa hugmynd lögreglunnar en Jørgen Bergen Skov yfirlögregluþjónn sagði fyrir helgi að Kaupmannahafnarlögreglunni litist vel á að geta notað tæknina. Í viðtali við Berlingske sagði Skov að þótt ríkisstjórnin áformaði nú að koma upp 300 öryggismyndavélum til viðbótar í höfuðborginni. Rekja má þau áform til þeirra fjölmörgu sprengjuárása sem gerðar hafa verið í borginni á árinu. Skov sagði að lögregla hefði þó beðið um að gengið yrði lengra. Nýta þyrfti andlitsgreiningartækni til þess að bera kennsl á meðal annars eftirlýsta hryðjuverkamenn.Þingmenn ósammála Jeppe Bruus, varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, sagðist á dögunum ekki útiloka að þessari tækni yrði beitt í framtíðinni. Flokkarnir sem styðja ríkisstjórn Jafnaðarmanna hafa ekki sýnt hugmyndinni áhuga, jafnvel kallað eftir banni við andlitsgreiningartækni. Stjórnarandstæðingar eru hins vegar nokkuð hrifnir. „Ég verð að segja það að mér finnst þetta stórkostlegt verkfæri. Ég held, og ég tel þetta verkfæri, að við ættum að íhuga alvarlega að nota þetta,“ sagði Inger Støjberg, varaformaður Venstre.Og borgarbúar líka Borgarbúar eru ekki allir á sama máli. Þykir ýmsum hugmyndin til þess fallin að skerða friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir telja hana stuðla að auknu öryggi. „Ef þú ert ekki glæpamaður og hefur ekkert að fela held ég að þetta sé ekkert vandamál. Ef þetta hjálpar til við að auka öryggi okkar sé ég ekki að þetta sé neitt vandamál,“ sagði Kaupmannahafnarbúinn Anton Håstrup. Mads Sørensen var ósammála. „Ég er á báðum áttum. Við þurfum að fara afar varlega í að gefa friðhelgi einkalífsins upp á bátinn í þágu öryggis.“Hálf önnur milljón myndavéla Nú þegar eru fáir Evrópubúar betur vaktaðir en Danir. Samkvæmt greiningu Sikkerhedsbranchen, samtaka danskra öryggisþjónustufyrirtækja, eru samtals um ein og hálf milljón öryggismyndavéla í landinu. Í frétt danska ríkisútvarpsins um fyrrnefndar 300 vélar sem stjórnvöld ætla sér að koma upp hafnaði Kasper Skov-Mikkelsen, formaður samtakanna, því að Danmörk væri eftirlitssamfélag. Myndavélarnar séu einna helst nýttar til að fyrirbyggja þjófnað og skemmdarverk.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Enn ein sprengingin á Amager Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni. 14. október 2019 08:23