Í samtali við CNN segir slökkviliðsmaðurinn Puru Gandhi að myndavél hafi verið komið niður til drengsins og sé fylgst með honum með þeim hætti, samhliða því hefur vinna hafist við að bora göng í nágrenni brunnsins til þess að hægt sé að komast að drengnum.
Mikill tækjabúnaður og fjöldi sérfræðinga hefur verið kallaður á staðinn, í fyrstu tilraunum náðist eingöngu að bora niður á um 13 metra dýpi þar sem að þar tóku við grjóthnullungar í stað moldar.
Við höfum verið að dæla til hans súrefni en staðan er erfið. Vonandi er hægt að ljúka aðgerðum á næstu 10 klukkutímum, sagði J. Radhakrishnan yfirmaður í hamfarastjórnunarsviði Tamil Nadu héraðs.
Heavy duty drilling machines and equipments have been deployed and experts from NLC, ONGC, L&T and NIT Tiruchirapalli are at site to be of guidance. Further assistance would be sought depending on the status of the rescue efforts.
— Edappadi K Palaniswami (@EPSTamilNadu) October 28, 2019