Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 14:54 Karl segir afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Vísir/vilhelm Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57