Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 14:54 Karl segir afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Vísir/vilhelm Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Tveir læknar til viðbótar hafa sagt upp störfum á Reykjalundi, þau Karl Kristjánsson, yfirlæknir greiningarsviðs, og Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Miðgarði og endurhæfingarlæknir. Mbl greindi fyrst frá. Alls hafa sjö læknar nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan fyrr í mánuðinum. Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. Karl, sem er yfirlæknir greiningarsviðs, segir í samtali við Vísi að hann hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í morgun. „Það var hundfúlt. Ég er búinn að vera að herða mig upp í þetta. Maður er búinn að vinna hérna í sextán ár og hefur verið mjög góður vinnustaður, skemmtileg vinna og viðfangsefni,“ segir Karl. Afskipti stjórnar SÍBS af rekstri Reykjalundar, og sviptingarnar sem orðið hafa í kjölfarið, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Karl hefur nú óskað eftir að vinna samningsbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest, af tillitssemi við sjúklinga og samstarfsfólk, og kveðst ekki bjartsýnn á að afturkalla uppsögnina. Hann hafi ekki séð neinn vilja hjá núverandi stjórnendum til að mynda sátt.Framkvæmdastjórn Reykjalundar. Frá vinstri eru Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.„Ég held það þyrfti að bakka nokkra leiki í þessu ferli öllu saman. Stjórn SÍBS, sem hefur komið þessu máli í þennan hnút, hún þyrfti að víkja frá stjórnun Reykjalundar, og við þyrftum að fá nýjan forstjóra og það er ekki heldur traust á núverandi framkvæmdastjóra lækninga.“ Karl segir nú stefna í alvarlega stöðu á Reykjalundi. Erfitt verði að manna stöðurnar sem sérfræðilæknarnir skilji eftir sig. „Það segir sig sjálft að sú þjónusta sem Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa af Reykjalundi er ekki sama varan, eða sama þjónustan, sem verður hér í boði. Þetta er ekki mjög stór hópur, sérmenntaðir endurhæfingarlæknar. Þetta er tiltölulega lítil sérgrein.“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir að uppsagnir læknanna, sem eru nú alls orðnar sjö frá því ólgan kom upp, séu vissulega áhyggjuefni. Sjö stöðugildi séu þó enn þá mönnuð og nú blasi við að manna þurfi sex stöðugildi frá og með 1. febrúar. „Þjónustan er algjörlega óskert, við erum að vinna ötullega að því að finna lausnir í mönnun, til skemmri og lengri tíma, og svo erum við sannarlega að leggja okkar af mörkum og bindum vonir við það að fólk endurskoði hug sinn,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57