Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2019 11:00 Pulisic fagnar þrennunni. vísir/getty Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira