Hver á að passa barnið mitt? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. október 2019 12:10 Dagforeldrar er stétt sem meirihlutinn er að verða búinn að ganga endanlega frá löngu áður en nægt framboð er af plássum á ungbarnaleikskólum. Úr stéttinni er stórflótti. Enn er talsverður tími þangað til ungbarnaleikskólar verða nógu margir til að geta annað eftirspurn. Skynsamlegt hefði því verið ef skóla- og frístundarráð hefði fundið leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina í það minnsta þangað til að ungbarnaleikskólar eru orðnir raunhæfur valkostur fyrir foreldra í Reykjavík. Dagforeldrastéttin má ekki deyja út þar sem það munu alltaf verða einhverjir foreldrar sem velja dagforeldra umfram ungbarnaleikskóla. Staðan í dag er slæm. Foreldrar geta ekki verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæðist. Ýmist vantar börn eða vöntun er á dagforeldrum. Foreldrar eru í sífelldri spennu og starfsöryggi dagforeldra er alvarlega ógnað. Dagforeldrum hefur verið lofað hinu og þessu í gegnum tíðina sem ekki hefur verið efnt. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði 10. október 2019 um að farið yrði í sérstakt átak til að tryggja starfsöryggi dagforeldra og að beitt yrði til þess öllum tiltækum aðferðum og leiðum. Dagforeldrar hafa sjálfir verið duglegir að benda á lausnir en á þær hefur ekki verið hlustað.Bilið óbrúað Bilið sem átti að brúa milli dagforeldra og ungbarnaleikskóla hefur ekki verið brúað. Á meðan verið er að brúa þetta margumrædda bil þarf að styðja við bakið á dagforeldrum ef stéttin á ekki að þurrkast út. Dagforeldrar sjálfir hafa nefnt leigustyrk til þeirra sem að leigja dýra gæsluvelli á vegum borgarinnar. Einnig að bjóða dagforeldrum sem að ekki eru með 4-5 börn viðbótarniðurgreiðslu til áramóta. Fleiri hugmyndir hafa verið lagðar á borðið s.s. að dagforeldrar fái aðstöðustyrkinn sem var samþykktur en síðan ákveðið að yrði ekki greiddur í bráð. Þessi styrkur myndi hjálpa þeim dagforeldrum sem ekki hafa náð að fylla í plássin sín. Haustið sem nú hefur kvatt hefur verið einstaklega erfitt fyrir dagforeldra. Þeir vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði. Stundum bjóða leikskólarnir pláss með stuttum fyrirvara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldrar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin komast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins en á haustin.Kaldar kveðjur frá borginni Það hefur verið farið illa með dagforeldrastéttina og það bitnað á foreldrum og börnum. Framkoma valdhafa borgarinn í garð dagforeldra eru til skammar. Margir dagforeldrar hafa áratuga starfsreynslu hjá borginni. Sveitarfélagið Reykjavík hefur brugðist þessum hópi, stéttinni, foreldrum og börnum sem reiða sig á þjónustuna. Nágrannasveitarfélögin, flest hver, hafa staðið sig miklu betur þegar kemur að því að hlúa að dagforeldrum. Haustið hefur verið sérlega slæmt fyrir dagforeldrana og verður vorið slæmt fyrir foreldrana. Í vor munu margir foreldrar spyrja „hver á að passa barnið mitt svo ég komist út að vinna“? Já hver á að passa börnin svo foreldrar komist til að vinna fyrir húsnæðislánum/leigu, fæði og klæði? Hvernig ætlar borgin, skóla- og frístundarráð að bregðast við þegar stór hópur af börnum fær ekki vistun og foreldrar komast ekki til vinnu? Stórt er spurt en fátt er um svör.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dagforeldrar er stétt sem meirihlutinn er að verða búinn að ganga endanlega frá löngu áður en nægt framboð er af plássum á ungbarnaleikskólum. Úr stéttinni er stórflótti. Enn er talsverður tími þangað til ungbarnaleikskólar verða nógu margir til að geta annað eftirspurn. Skynsamlegt hefði því verið ef skóla- og frístundarráð hefði fundið leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina í það minnsta þangað til að ungbarnaleikskólar eru orðnir raunhæfur valkostur fyrir foreldra í Reykjavík. Dagforeldrastéttin má ekki deyja út þar sem það munu alltaf verða einhverjir foreldrar sem velja dagforeldra umfram ungbarnaleikskóla. Staðan í dag er slæm. Foreldrar geta ekki verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæðist. Ýmist vantar börn eða vöntun er á dagforeldrum. Foreldrar eru í sífelldri spennu og starfsöryggi dagforeldra er alvarlega ógnað. Dagforeldrum hefur verið lofað hinu og þessu í gegnum tíðina sem ekki hefur verið efnt. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði 10. október 2019 um að farið yrði í sérstakt átak til að tryggja starfsöryggi dagforeldra og að beitt yrði til þess öllum tiltækum aðferðum og leiðum. Dagforeldrar hafa sjálfir verið duglegir að benda á lausnir en á þær hefur ekki verið hlustað.Bilið óbrúað Bilið sem átti að brúa milli dagforeldra og ungbarnaleikskóla hefur ekki verið brúað. Á meðan verið er að brúa þetta margumrædda bil þarf að styðja við bakið á dagforeldrum ef stéttin á ekki að þurrkast út. Dagforeldrar sjálfir hafa nefnt leigustyrk til þeirra sem að leigja dýra gæsluvelli á vegum borgarinnar. Einnig að bjóða dagforeldrum sem að ekki eru með 4-5 börn viðbótarniðurgreiðslu til áramóta. Fleiri hugmyndir hafa verið lagðar á borðið s.s. að dagforeldrar fái aðstöðustyrkinn sem var samþykktur en síðan ákveðið að yrði ekki greiddur í bráð. Þessi styrkur myndi hjálpa þeim dagforeldrum sem ekki hafa náð að fylla í plássin sín. Haustið sem nú hefur kvatt hefur verið einstaklega erfitt fyrir dagforeldra. Þeir vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði. Stundum bjóða leikskólarnir pláss með stuttum fyrirvara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldrar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin komast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins en á haustin.Kaldar kveðjur frá borginni Það hefur verið farið illa með dagforeldrastéttina og það bitnað á foreldrum og börnum. Framkoma valdhafa borgarinn í garð dagforeldra eru til skammar. Margir dagforeldrar hafa áratuga starfsreynslu hjá borginni. Sveitarfélagið Reykjavík hefur brugðist þessum hópi, stéttinni, foreldrum og börnum sem reiða sig á þjónustuna. Nágrannasveitarfélögin, flest hver, hafa staðið sig miklu betur þegar kemur að því að hlúa að dagforeldrum. Haustið hefur verið sérlega slæmt fyrir dagforeldrana og verður vorið slæmt fyrir foreldrana. Í vor munu margir foreldrar spyrja „hver á að passa barnið mitt svo ég komist út að vinna“? Já hver á að passa börnin svo foreldrar komist til að vinna fyrir húsnæðislánum/leigu, fæði og klæði? Hvernig ætlar borgin, skóla- og frístundarráð að bregðast við þegar stór hópur af börnum fær ekki vistun og foreldrar komast ekki til vinnu? Stórt er spurt en fátt er um svör.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun