Enski boltinn

Þjálfari Southampton tekur fulla ábyrgð á afhroðinu gegn Leicester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erfitt kvöld
Erfitt kvöld vísir/getty
Ralph Hassenhuttl, stjóri Southampton, var ekki upplitsdjarfur eftir ótrúlegt níu marka tap gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aldrei hefur lið tapað jafn illa á heimavelli í efstu deild enska boltans. 

Ryan Bertrand, fyrirliði Southampton, fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks en Hassenhuttl var ekki tilbúinn að henda honum fyrir rútuna.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu tapi. Frammistaðan var til háborinnar skammar. Það væri auðvelt að skrifa þetta á rauða spjaldið en það var margt annað sem leiddi til þessa taps,“ segir Hassenhuttl. 

„Ég sá ekki atvikið með rauða spjaldið svo ég get ekkert sagt um það.“

Staðan í leikhléi var 0-5 og margir stuðningsmenn Southampton létu sig hverfa í kjölfarið. Þó voru einhverjir sem kláruðu leikinn og fyrir það var Hassenhuttl þakklátur.

„Ég verð að hrósa stuðningsmönnunum okkar. Það voru einhverjir sem kláruðu leikinn og studdu okkur. Við eigum ekki skilið svona góðan stuðning þegar við spilum svona.“ 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×