Upplýst ákvarðanataka Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 25. október 2019 11:30 Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Samgöngur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Tengdar fréttir Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15 Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs umdeilt samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en við Píratar vorum eini flokkurinn sem studdi það ekki í atvæðagreiðslu bæjarstjórnar. Samkomulagið fjallar um uppbyggingu samgönguinnviða næstu fimmtán árin, bæði áætlun um framkvæmdir og fjármögnun þeirra – en það er einmitt það síðarnefnda sem helsta gagnrýnin snýr að. Í upphafi nefni ég að okkur öllum þykir helstu markmið samkomulagsins góð. Þau taka á lífsnauðsynlegu umferðaröryggi, eflingu almenningssamgangna og styttingu ferðatíma svo fátt eitt sé nefnt. Allt markmið að bættu samfélagi, auknum lífsgæðum og auknu frelsi, og stóra atriðið er auðvitað að við hreinlega verðum að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að breyta ferðavenjum og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Loftslagið okkar má alls ekki við áframhaldandi sinnuleysi og óbreyttu ástandi í samgöngumálum. Eitt af yfirlýstum markmiðum samkomulagsins varðar einmitt kolefnishlutlaust samfélag, en raunar er það umdeilanlegt hvort innihald sáttmálans sé í takt við umhverfissjónarmið almennt. Er það ekki hrópandi mótsögn að setja rúmlega sexfalt meira fjármagn í að greiða fyrir bílaumferð heldur en að bæta stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi? Aðgerðir eins og að setja vegi í stokk og fjölga akreinum eru nefnilega alls ekki til þess fallnar að draga úr umferð, þvert á móti. Jú, vissulega stefnum við á orkuskipti í bílaflotanum og rafbílar menga mikið minna en en bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti. Þeir auka þó umferðina jafnmikið, spæna upp vegina og valda þannig bæði loftmengun og töfum. Það hvernig samkomulagið var kynnt vakti strax efasemdir og tortyggni, enda var það komið á það stig að vera tilbúið til undirritunar þegar kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum fengu loks kynningu á innihaldi þess. Er það ekki skrýtið að hvorki hinn almenni bæjarfulltrúi, né fulltrúar í umhverfis- og samgöngunefndum sveitarstjórnanna sem eiga aðkomu að samkomulaginu, hafi fengið kost á að koma með athugasemdir sem yrðu svo teknar til greina einhversstaðar í ferlinu? Þetta er hluti af þeirri menningu sem ríkir í pólitík á Íslandi að einungis þeir sem efstu stöðurnar hafa koma að vinnu samkomulagsins og hafa þannig áhrif á komandi kynslóðir til frambúðar. Þetta meirihlutaræði er óháð flokkum og sést það best á því hverjir gagnrýna samkomulagið mest. Það fer ekki eftir flokkslínum heldur meirihlutum. Það er því skýrt að þetta er menning, eða öllu réttara ómenning, sem þarf að uppræta. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Við Píratar í Kópavogi höfðum mikið samráð við grasrót flokksins í aðdraganda afgreiðslu í bæjarstjórn. Við héldum félagsfundi, ræddum við Pírata í borg og á þingi og rýndum og ræddum samkomulagið í þaula. Að lokum buðum við félagsmönnum að kjósa um afstöðu til þess í kosningakerfi okkar og ljóst var að ekki var stuðningur fyrir því. Öll eru sammála um að samkomulagið fjalli um nauðsynlegar samgönguúrbætur en óvissan um hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér er þess valdandi að okkur þótti ekki tækt að samþykkja það. Í ljósi þess að samkomulagið hefur nú verið samþykkt er mikilvægt að útfærsla „sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið sjálft var. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði hvorki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Loðin stefna sjálfstæðismanna Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 24. október 2019 14:15
Loðin stefna Pírata Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. 23. október 2019 13:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun