Síðustu tækifærin til að komast í EM-hópinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. október 2019 14:30 Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins fer yfir málin á æfingu í vikunni. Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira