Síðustu tækifærin til að komast í EM-hópinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. október 2019 14:30 Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins fer yfir málin á æfingu í vikunni. Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira