Síðustu tækifærin til að komast í EM-hópinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. október 2019 14:30 Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins fer yfir málin á æfingu í vikunni. Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira