Enski boltinn

Laus frá Blackburn og gæti samið við Roma: Slæmar fréttir fyrir Emil?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jack Rodwell gæti óvænt verið á leið í ítalska boltann.
Jack Rodwell gæti óvænt verið á leið í ítalska boltann. vísir/getty
Jack Rodwell mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Roma og mögulega skrifa undir hjá félaginu ef allt gengur eftir óskum.

Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en fyrrum enski landsliðsmaðurinn er nú staddur í Rómarborg en hann hefur verið án félags síðan í sumar.

Hann spilaði með Blackburn á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 23 mörk en hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í 2-1 tapi Blackburn gegn Norwich 27. apríl.

Rodwell ólst upp hjá Everton áður en hann fór til Manchester City og þaðan til Sunderland. Síðast lék hann svo með Blackburn.







Meiðsli herja á miðjumenn Roma en Henrikh Mkhitaryan, Bryan Cristante, Lorenzo Pellegrini og Amadou Diawara meiddust allir á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins.

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var á dögunum orðaður við ítalska liðið en umboðsmaður hans ku hafa rætt við Róma í gær.

Ekki er vitað hvort að Roma hafi áhuga að fá bæði Emil og Rodwell til liðs við sig vegna meiðsla miðjumannanna.

Roma gerði 1-1 jafntefli við Mönchengladbach í Evrópudeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×