Heimsmeistarakeppni félagsliða tekur stakkaskiptum | Stórliðin neita að taka þátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. október 2019 07:30 Liverpool taka þátt á HM félagsliða í desember. Vísir/Getty Það á svo sannarlega að umturna Heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2021 og ekki eru allir á eitt sáttir. Ensku stórliðin hafa sagt að þau muni sniðganga keppnina.BBC greindi frá þessu. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, telur að nýja fyrirkomulagið muni gera keppnina trúverðugri og talar um hana sem hina einu sönnu heimsmeistarakeppni félagsliða. Kína mun halda fyrstu keppnina með nýja fyrirkomulaginu sumarið 2021. Aðalbreytingin er sú að í stað sjö liða verða nú 24 lið sem taka þátt. Þá mun keppnin fara fram í júní til júlí en ekki í desember líkt og þekkist nú. Infantino vill meina að keppnin muni nú verða eitthvað sem unnendur knattspyrnu mun hlakka til að sjá. Katar mun halda mótið í ár sem og á næsta ári en FIFA hefur verið gagnrýnt fyrir að halda mótin í löndum þar mannréttindi virðast ekki eiga upp á pallborðið. Að fara frá Katar yfir til Kína verður seint talið skref upp á við. Í mars hittist samband evrópskra félagsliða (ECA) og lýsti í kjölfarið yfir áhyggjum varðandi nýtt fyrirkomulag. Leikmenn stærstu liða í Evrópu eru nú þegar með nóg á sinni könnu og að bæta við stórmóti hjá félagsliðum þýðir að leikmenn stærstu liðanna í Evrópu fá mögulega sumarfrí á fjögurra ára fresti. Þá skarast keppnin á við Álfukeppni FIFA sem er alltaf haldin ári áður en heimsmeistarakeppni landsliða fer fram. Það verður forvitnilegt að sjá hvað FIFA og Infantino gera en meðlimir ECA standa fastir á sínu, stærstu félög Evrópu munu ekki taka þátt í keppninni verði af breytingunum.Fifa has awarded the 2021 Club World Cup to an authoritarian state where, aside from the ongoing Hong Kong crackdown, an estimated one million Uighur Muslims are imprisoned in internment camps, with widespread accounts of torture and mass sterilisation https://t.co/ecAQkxBLUS — Marina Hyde (@MarinaHyde) October 24, 2019 FIFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira
Það á svo sannarlega að umturna Heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2021 og ekki eru allir á eitt sáttir. Ensku stórliðin hafa sagt að þau muni sniðganga keppnina.BBC greindi frá þessu. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, telur að nýja fyrirkomulagið muni gera keppnina trúverðugri og talar um hana sem hina einu sönnu heimsmeistarakeppni félagsliða. Kína mun halda fyrstu keppnina með nýja fyrirkomulaginu sumarið 2021. Aðalbreytingin er sú að í stað sjö liða verða nú 24 lið sem taka þátt. Þá mun keppnin fara fram í júní til júlí en ekki í desember líkt og þekkist nú. Infantino vill meina að keppnin muni nú verða eitthvað sem unnendur knattspyrnu mun hlakka til að sjá. Katar mun halda mótið í ár sem og á næsta ári en FIFA hefur verið gagnrýnt fyrir að halda mótin í löndum þar mannréttindi virðast ekki eiga upp á pallborðið. Að fara frá Katar yfir til Kína verður seint talið skref upp á við. Í mars hittist samband evrópskra félagsliða (ECA) og lýsti í kjölfarið yfir áhyggjum varðandi nýtt fyrirkomulag. Leikmenn stærstu liða í Evrópu eru nú þegar með nóg á sinni könnu og að bæta við stórmóti hjá félagsliðum þýðir að leikmenn stærstu liðanna í Evrópu fá mögulega sumarfrí á fjögurra ára fresti. Þá skarast keppnin á við Álfukeppni FIFA sem er alltaf haldin ári áður en heimsmeistarakeppni landsliða fer fram. Það verður forvitnilegt að sjá hvað FIFA og Infantino gera en meðlimir ECA standa fastir á sínu, stærstu félög Evrópu munu ekki taka þátt í keppninni verði af breytingunum.Fifa has awarded the 2021 Club World Cup to an authoritarian state where, aside from the ongoing Hong Kong crackdown, an estimated one million Uighur Muslims are imprisoned in internment camps, with widespread accounts of torture and mass sterilisation https://t.co/ecAQkxBLUS — Marina Hyde (@MarinaHyde) October 24, 2019
FIFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Sjá meira