Renualt Kangoo og Master koma sem rafknúnir vetnisbílar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. október 2019 14:00 Renault veðjar á vetni. BL Renault Groupe hefur ákveðið að hefja framleiðslu á sendibílunum Kangoo og Master í rafknúnum vetnisútfærslum til viðbótar þeim orkugjöfum sem þegar eru í boði. Þannig mun Kangoo Z.E. Hydrogen koma á markað fyrir árslok og Master Z.E. Hydrogen á næsta ári, 2020. Að sögn tæknisérfræðinga franska framleiðandans mun drægni rafknúnu vetnissendibílanna aukast verulega umfram drægni hreinu rafbílanna af sömu gerð auk þess sem áfyllingartími þeirra styttist umtalsvert. Breytingarnar eru einkum gerðar með þarfir atvinnubílamarkaðarsins í Evrópu í huga. Rafknúna vetnistæknin hefur verið í prófunum hjá Renault síðan 2014 í samstarfi við Symbio, dótturfyrirtæki Michelin.Kangoo og Master drífa lengra með aðstoð vetnis.BLÍ rafknúnum vetnisútfærslum verður drægni sendibílanna að minnsta kosti 350 km sem einkum nýtist þeim fyrirtækjum og einyrkjum sem vilja vera á umhverfisvænum atvinnubílum á sama tíma og þeir þurfa á því að halda að komast lengri vegalengdir. Drægni Kangoo Z.E. Hydrogen miðað við hreinu rafbílaútgáfu bílsins fer að meðaltali úr 230 km samkvæmt WLTP í um 370 km og í tilfelli Master Z.E. Hydrogen úr 120 km að meðaltali í 350 km. Renault treystir á uppbyggingu vetnisstöðva. Bílar Tengdar fréttir Hyundai Nexo hreinsar loft í akstri Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg. 14. október 2019 14:00 Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. 12. júní 2019 08:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Renault Groupe hefur ákveðið að hefja framleiðslu á sendibílunum Kangoo og Master í rafknúnum vetnisútfærslum til viðbótar þeim orkugjöfum sem þegar eru í boði. Þannig mun Kangoo Z.E. Hydrogen koma á markað fyrir árslok og Master Z.E. Hydrogen á næsta ári, 2020. Að sögn tæknisérfræðinga franska framleiðandans mun drægni rafknúnu vetnissendibílanna aukast verulega umfram drægni hreinu rafbílanna af sömu gerð auk þess sem áfyllingartími þeirra styttist umtalsvert. Breytingarnar eru einkum gerðar með þarfir atvinnubílamarkaðarsins í Evrópu í huga. Rafknúna vetnistæknin hefur verið í prófunum hjá Renault síðan 2014 í samstarfi við Symbio, dótturfyrirtæki Michelin.Kangoo og Master drífa lengra með aðstoð vetnis.BLÍ rafknúnum vetnisútfærslum verður drægni sendibílanna að minnsta kosti 350 km sem einkum nýtist þeim fyrirtækjum og einyrkjum sem vilja vera á umhverfisvænum atvinnubílum á sama tíma og þeir þurfa á því að halda að komast lengri vegalengdir. Drægni Kangoo Z.E. Hydrogen miðað við hreinu rafbílaútgáfu bílsins fer að meðaltali úr 230 km samkvæmt WLTP í um 370 km og í tilfelli Master Z.E. Hydrogen úr 120 km að meðaltali í 350 km. Renault treystir á uppbyggingu vetnisstöðva.
Bílar Tengdar fréttir Hyundai Nexo hreinsar loft í akstri Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg. 14. október 2019 14:00 Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. 12. júní 2019 08:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Hyundai Nexo hreinsar loft í akstri Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg. 14. október 2019 14:00
Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. 12. júní 2019 08:30