Þá mun Conor berjast í T-Mobile-höllinni í Las Vegas. Conor talaði ekki um hver yrði andstæðingur hans en líklegustu andstæðingarnir eru Donald Cerrone og Justin Gaethje. „Spyrjið UFC hver andstæðingurinn verður því mér er skítsama,“ sagði Conor á fundinum.
Conor var klár í að berjast við Frankie Edgar um miðjan desember en það gekk ekki eftir þar sem UFC hafði engan áhuga á þeim bardaga.
Here is the video of Conor McGregor announcing his plans for 2020, which begin with his return fight on Jan. 18 in Las Vegas. ( RT Sport) pic.twitter.com/9PiNSaNH7c
— Ariel Helwani (@arielhelwani) October 24, 2019
Conor er mikill Rocky-aðdáandi og hefur óskað eftir því að berjast við Khabib í Moskvu ef hann fær annað tækifæri gegn Rússanum. Vill feta í fótspor Rocky Balboa sem lamdi Ivan Drago í Moskvu í Rocky IV.
Nú bíðum við frétta frá UFC um hver verður andstæðingur Írans í janúar en ljóst er að endurkoma hans mun hrista upp í UFC-heiminum.
Conor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib í október í fyrra.