Lífið

Fornbíladellan náttúrulega bara bilun á mjög háu stigi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ársæll Árnason býr í húsinu Hraunteigi við Árbæjarstíflu og gerir upp gamla bíla.
Ársæll Árnason býr í húsinu Hraunteigi við Árbæjarstíflu og gerir upp gamla bíla. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Í húsi við Árbæjarstíflu býr einn af stofnendum Fornbílaklúbbsins, Ársæll Árnason, og dundar sér við að gera upp gamla bíla í litlum bílskúr. Rætt var við Ársæl í þættinum Um land allt á Stöð 2 síðastliðið mánudagskvöld, sem var um mannlíf í Elliðaárdal.

„Þetta er náttúrlega bara bilun á mjög háu stigi,“ segir Sæli og viðurkennir að vera haldinn bíladellu. Hann segir ekkert til við henni, - nema kannski einn bíll í viðbót. Þetta sé lífsstíll. 

Bílarnir hans hafa stundum sést í íslenskum kvikmyndum. Elsti bíllinn hans er breskur Hillman, árgerð 1937, sem breski herinn flutti til landsins á stríðsárunum.

Sæla þykir vænst um ljósbláan Oldsmobile, árgerð 1956.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Sæla þykir vænst um ljósbláan Oldsmobile frá 1956, sem hann segist vera búinn að eiga í rúma hálfa öld. Hann segir hins vegar vínrauðan Hudson vera besta bílinn til að keyra, hann sé sérstaklega góður á malarvegum. 

Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 14.55. Hér má sjá brot úr þættinum:


Tengdar fréttir

Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal

Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×