Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 08:47 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29
Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17
Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00