Menningin getur lýst upp skammdegið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira