Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning.
Áætlunin miðaði að því að klára umræður um samninginn svo hægt væri að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, en þótti meirihluta þingmanna þetta of skammur tími.
Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðunnar sagðist vera reiðubúinn til viðræðna um „skynsamlega“ tímaáætlun til að ræða samninginn.
Sjálfur segir Johnson að niðurstaðan sé vonbrigði og með atkvæðagreiðslunni standi Bretar frammi fyrir enn meiri óvissu. Talsmaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandssins segir að framkvæmdastjórnin fylgist vel með þróun mála og búist við að fá upplýsingar um næstu skref frá Bretum innan tíðar.
Boði Johnson til kosninga þurfa minnst fimm vikur, 25 virkir dagar, að líða frá því að þing er rofið og þar til kosningarnar verða haldnar.
Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons
Tengdar fréttir

Atkvæði greidd um nýja samninginn
Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu.

Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október.

Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar
Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að.

Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun
Forsætisráðherra Bretlands segir að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB samþykkir frestun á útgöngu fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu.

Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson
Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina.