Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2019 14:00 Skjáskot af Facebook síðu Evolve Automotive. Evolve Automotive Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. Áður fyrr hafa einungis sést myndir af bílnum í felulitum við prufuakstur. Þær myndir földu stærð loftdreifarans (e. diffuser). Brettin á bílnum eru mjög breið, ljósin eru dökk yfirlitum og loftdreifarinn er samlitur bílnum. BMW M3 mun koma með tveimur forþjöppum á sex sílendera vél. Hann verður fáanlegur með sex gíra beinskiptingu og orðrómur er á kreiki um að vélin muni skila 510 hestöflum. Aðrar útgáfur verða fáanlegar, fjórhjóladrif og tveggja kúplinga sjálfskipting eru á meðal þess sem mun verða fáanlegt.Enn hefur ekki verið staðfest hvenær bíllinn verður frumsýndur en hann mun fara í sölu á næsta ári. Síðasta stóra bílasýning ársins er í Los Angeles seint í nóvember, hann gæti verið til sýnis þar. BMW gæti þó sett upp sjálfstæðan frumsýningaviðburð fyrir M3 líkt og nýlega var gert þegar M235i Grand Coupe var frumsýndur. Bílar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent
Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. Áður fyrr hafa einungis sést myndir af bílnum í felulitum við prufuakstur. Þær myndir földu stærð loftdreifarans (e. diffuser). Brettin á bílnum eru mjög breið, ljósin eru dökk yfirlitum og loftdreifarinn er samlitur bílnum. BMW M3 mun koma með tveimur forþjöppum á sex sílendera vél. Hann verður fáanlegur með sex gíra beinskiptingu og orðrómur er á kreiki um að vélin muni skila 510 hestöflum. Aðrar útgáfur verða fáanlegar, fjórhjóladrif og tveggja kúplinga sjálfskipting eru á meðal þess sem mun verða fáanlegt.Enn hefur ekki verið staðfest hvenær bíllinn verður frumsýndur en hann mun fara í sölu á næsta ári. Síðasta stóra bílasýning ársins er í Los Angeles seint í nóvember, hann gæti verið til sýnis þar. BMW gæti þó sett upp sjálfstæðan frumsýningaviðburð fyrir M3 líkt og nýlega var gert þegar M235i Grand Coupe var frumsýndur.
Bílar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent