„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent