Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd í skugga óánægju Blaðamannafélags Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd en skipunartími hinnar gömlu rann út mánaðamótin ágúst og september. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, formaður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður en hann var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar Framsóknarflokksins skipa Einar Huga í nefnd því hann var skipaður í stjórnarskrárnefndina fyrir árin 2013-2017.Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.Lögfræðistofa ReykjavíkurÍ mars dró stjórn Blaðamannafélags Íslands sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Á vefsvæði félagsins segir að eðlisbreyting hefði orðið á starfi nefndarinnar í aðdraganda ákvörðunarinnar sem lýtur að því að fjölmiðlanefnd hóf að úrskurða og gefa út álit. Stjórn Blaðamannafélags Íslands sagði fjölmiðlanefnd komna langt út fyrir valdsvið sitt með framferði sínu. Vegna ákvörðunar stjórnar Blaðamannafélagsins var ný fjölmiðlanefnd ekki skipuð í september þrátt fyrir að skipunartími hinnar gömlu nefndar hefði runnið út mánaðamótin ágúst og september. Á vef fjölmiðlanefndar kemur fram að nýja nefnd skipa því auk Einars Huga, María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur sem Hæstiréttur tilnefndi, Finnur Beck héraðsdómslögmaður sem Hæstiréttur tilnefndi einnig, Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sem samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefndi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46 Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Kolbeinn Óttarsson Proppé spyr Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar. 12. apríl 2019 12:46
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06