Enski boltinn

Holland staðfestir að Koeman sé með „Barcelona-klásúlu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koeman hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið.
Koeman hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið. vísir/getty
Hollenska knattspyrnusambandið hefur staðfest að landsliðsþjálfari þeirra, Ronald Koeman, sé með klásúlu í samningi sínum að hann geti yfirgefið Holland fyrir Barcelona.

Koeman er með samning við Holland fram yfir HM í Katar árið 2022 en Koeman lék á sínum tíma 264 leiki á sex leiktíðum með Börsungum.

Hann vann tíu titla og skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Sampdoria í úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 1992 er liðin mættust á Wembley.

Hann var svo aðstoðarþjálfari Börsunga frá 1998 til 2000 en síðan þá hefur hann meðal annars þjálfað Benfica, Valencia og Everton.

Sögusagnir hafa gengið um að Koeman sé með klásúlu í samningi sínum að hann geti yfirgefið Holland fyrir Barcelona.







„Ég vonast eftir því að við getum unnið saman til lengri tíma því mér finnst þetta vera að ganga mjög vel,“ sagði Nico-Jan Hoogma, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hollandi.

„En Ronald hefur lengi langað til að þjálfa hjá Barcelona einn daginn svo við sjáum til hvða gerist.“

„Árangurinn hjá Hollandi mun hjálpa honum eins og alls staðar annars staðar,“ en aðspurður um hvort eitthvað samkomulag væri milli Koeman og Hollands svaraði Nico:

„Það er samkomulag um þetta en þeir þyrftu þá að borga fyrir hann,“ sagði Nico.

Ernesto Valverde er þjálfari Börsunga en hann hefur verið undir pressu eftir slakt gengi í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og erfiða byrjun heima fyrir í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×