Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 16:55 Vladimir Putin (t.v.) og Recep Tayyip Erdogan (t.h.) munu funda í Sochi í vikunni. getty/Mikhail Svetlov Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00