Íslenski boltinn

Systurnar sameinaðar hjá Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna í leik með HK/Víkingi í sumar.
Arna í leik með HK/Víkingi í sumar. vísir/bára
Arna Eiríksdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. Hún skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Hjá Val hittir Arna fyrir systur sínar, Hlín og Málfríði Önnu.

Arna, sem er 17 ára, kemur til Vals frá HK/Víkingi. Hún lék níu leiki með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Arna hefur leikið 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hlín, sem er 19 ára, lék alla 18 leiki Vals í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði 16 mörk. Hún var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar og fékk bronsskóinn. Hlín hefur leikið tólf A-landsleiki og skorað þrjú mörk.

Málfríður Anna, sem er elst systranna (22 ára), lék tólf leiki með Val á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Móðir þeirra er Guðrún Sæmundsdóttir sem lék 168 leiki með Val í efstu deild og skoraði 68 mörk. Hún lék einnig 36 landsleiki og skoraði fjögur mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×