Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Yfirleitt má sjá friðsælan foss renna niður í Kolugljúfur. Allt annað var á teningnum einn vordag fyrr á árinu. Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00