Níu milljarðar í endurgreiðslur en álitamál uppi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 10:30 Íslenska ríkið hefur varið níu milljörðum í endurgreiðslur frá árinu 2001. Vísir Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu. Þá hafi verið misbrestur á skattskilum erlendra aðila sem hafa komið að framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vann hana að eigin frumkvæði vegna ábendingar um hugsanlega misnotkun á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Ríkisendurskoðun skoðaði tíu framleiðsluverkefni sem hlotið höfðu endugreiðslu. Þar af voru tvö verkefni tekin til nánari skoðunar. Í skýrslunni kemur fram að við skoðunina hafi ekkert fundist sem benti til misnotkunar á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Almennt þyrfti þó að skerpa á ýmsum atriðum.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiÍ skýrslunni kemur fram að milljarðarnir níu hafi skipst nokkuð jafnt á milli innlendra og erlendra verkefna. Erlend verkefni hafi fengið 4,6 milljarða í endurgreiðslur og innlend verkefni 4,4. Þá hafi 257 verkefni fengið endurgreiðslu á árunum 2013 til 2018 en á því tímabili jukust endurgreiðslurnar töluvert, enda voru mörg stór verkefni tekin upp hér á landi, þar á meðal Game of Thrones,Fast 8,Justice LeagueogFortitudesvo dæmi séu tekin.Álitamál hvort matreiðsluþættir eigi að njóta endurgreiðslu Þrátt fyrir að ekki hafi fundist merki um misnotkun telur Ríkisendurskoðun að á undanförnum árum hafi vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál um hvort efni sem hlotið hafi endurgreiðslu falli að markmiðum laga og reglugerðar um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda.„Má þar nefna matreiðsluþætti, ýmsa skemmtiþætti og efni sem ætla má að sé einungis ætlað til sýningar í eigin dreifikerfi. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að afmarka endurgreiðsluhæfi verkefna með skýrari hætti og lágmarka hættu á að huglæg sjónarmið á tilteknum tíma skapi fordæmi fyrir endurgreiðslu til framtíðar,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar ÍslandsMarkmið laganna var að styrkja innlenda kvikmyndagerð með því að endurgreiða tiltekið hlutfall framleiðslukostnaðar sem félli til hér á landi. Með þessu átti meðal annnars að gera Ísland að fýsilegum kosti til framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis auk heimildamynda og laða að erlent kvikmyndagerðarfólk. Frá tökum á Game of Thrones á Íslandi á síðasta ári.Mynd/HBOSkilyrða þurfi endurgreiðslur við að staðið hafi verið skil á skattgreiðslum Að mati Ríkisendurskoðunar þurfa stjórnvöld að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra þeirra verkefna sem sótt er um endurgreiðslu vegna. Í því sambandi sé brýnt að ganga úr skugga um að einungis sá kostnaður sem staðið hefur verið skil á staðgreiðsluopinberra gjalda vegna teljist til endurgreiðslustofns. Misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila sem hafa komið að framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis.Þannig þurfi að efla samstarf við embætti ríkisskattstjóra í tengslum við endurskoðun kostnaðaruppgjara, meðal annars til að sannreyna að greiðsla skatta af ýmsum útgjaldaliðum uppgjöra hafi átt sér stað. Auk þess sé mikilvægt að skilyrða endurgreiðslur við að staðið hafi verið skil á skattgreiðslum til ríkissjóðs.Sjá einnig: Skyggnst bak við tjöldin á síðustu tökum Game of Thrones á ÍslandTekið skal fram að staðið hefur yfir endurskoðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Gert er ráð fyrir frumvarp þess efnis verði lagt fram á yfirstandandi þingi.Tengd skjölEndurgreiðslukerfi kvikmynda: Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis í október 2019 Bíó og sjónvarp Hollywood Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu. Þá hafi verið misbrestur á skattskilum erlendra aðila sem hafa komið að framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vann hana að eigin frumkvæði vegna ábendingar um hugsanlega misnotkun á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Ríkisendurskoðun skoðaði tíu framleiðsluverkefni sem hlotið höfðu endugreiðslu. Þar af voru tvö verkefni tekin til nánari skoðunar. Í skýrslunni kemur fram að við skoðunina hafi ekkert fundist sem benti til misnotkunar á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Almennt þyrfti þó að skerpa á ýmsum atriðum.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiÍ skýrslunni kemur fram að milljarðarnir níu hafi skipst nokkuð jafnt á milli innlendra og erlendra verkefna. Erlend verkefni hafi fengið 4,6 milljarða í endurgreiðslur og innlend verkefni 4,4. Þá hafi 257 verkefni fengið endurgreiðslu á árunum 2013 til 2018 en á því tímabili jukust endurgreiðslurnar töluvert, enda voru mörg stór verkefni tekin upp hér á landi, þar á meðal Game of Thrones,Fast 8,Justice LeagueogFortitudesvo dæmi séu tekin.Álitamál hvort matreiðsluþættir eigi að njóta endurgreiðslu Þrátt fyrir að ekki hafi fundist merki um misnotkun telur Ríkisendurskoðun að á undanförnum árum hafi vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál um hvort efni sem hlotið hafi endurgreiðslu falli að markmiðum laga og reglugerðar um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda.„Má þar nefna matreiðsluþætti, ýmsa skemmtiþætti og efni sem ætla má að sé einungis ætlað til sýningar í eigin dreifikerfi. Að mati ríkisendurskoðanda þarf að afmarka endurgreiðsluhæfi verkefna með skýrari hætti og lágmarka hættu á að huglæg sjónarmið á tilteknum tíma skapi fordæmi fyrir endurgreiðslu til framtíðar,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar ÍslandsMarkmið laganna var að styrkja innlenda kvikmyndagerð með því að endurgreiða tiltekið hlutfall framleiðslukostnaðar sem félli til hér á landi. Með þessu átti meðal annnars að gera Ísland að fýsilegum kosti til framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis auk heimildamynda og laða að erlent kvikmyndagerðarfólk. Frá tökum á Game of Thrones á Íslandi á síðasta ári.Mynd/HBOSkilyrða þurfi endurgreiðslur við að staðið hafi verið skil á skattgreiðslum Að mati Ríkisendurskoðunar þurfa stjórnvöld að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra þeirra verkefna sem sótt er um endurgreiðslu vegna. Í því sambandi sé brýnt að ganga úr skugga um að einungis sá kostnaður sem staðið hefur verið skil á staðgreiðsluopinberra gjalda vegna teljist til endurgreiðslustofns. Misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila sem hafa komið að framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis.Þannig þurfi að efla samstarf við embætti ríkisskattstjóra í tengslum við endurskoðun kostnaðaruppgjara, meðal annars til að sannreyna að greiðsla skatta af ýmsum útgjaldaliðum uppgjöra hafi átt sér stað. Auk þess sé mikilvægt að skilyrða endurgreiðslur við að staðið hafi verið skil á skattgreiðslum til ríkissjóðs.Sjá einnig: Skyggnst bak við tjöldin á síðustu tökum Game of Thrones á ÍslandTekið skal fram að staðið hefur yfir endurskoðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á endurgreiðslukerfi kvikmynda. Gert er ráð fyrir frumvarp þess efnis verði lagt fram á yfirstandandi þingi.Tengd skjölEndurgreiðslukerfi kvikmynda: Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis í október 2019
Bíó og sjónvarp Hollywood Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25