Anníe Mist með heimsmet í þriðja hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gefur ekkert eftir þrátt fyrir að þrítugsafmælið sé að baki og hún sýndi styrk sinn og súperform í nýjustu æfingunni í CrossFit Open. Anníe Mist Þórisdóttir reyndi tvisvar við þriðja hluta CrossFit Open og tókst að bæta sig í annarri tilrauninni með glæsilegri framgöngu. Anníe setti báðar æfingar inn á Youtube-síðu sína og í þeirri seinni slær hún því upp á Youtube að hún hafi sett heimsmet með því að klára þriðju æfingaröðina á 5 mínútum og 21 sekúndu sem er mögnuð frammistaða.Love me some DL 20.3 full video and tips! Good luck everyone https://t.co/AXSDkLM9kQ@CrossFitGamespic.twitter.com/Uv97LFCj6Q — Annie Thorisdottir (@IcelandAnnie) October 25, 2019 Í báðum tilfellum gerði Anníe Mist æfingarnar með löndu sinni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Áhorfendur á Youtube-síðu Anníe Mist fengu því að fylgjast með tveimur af bestu CrossFit konum heimsins reyna sig við æfinguna hlið við hlið. Anníe Mist mátti vera ánægð með frammistöðu sína en hún bauð líka upp á skemmtilega viðbót í seinni æfingu sinni. Anníe talar þá yfir æfinguna og gefur áhorfendum enn meiri innsýn í það sem var í gangi hjá henni á meðan hún „rústaði“ þessari æfingu. „Ástæðan fyrir því að ég vildi gera þessa æfingu aftur er sú að ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti náð sama tíma og ég náði fyrir tveimur árum. Eða betri tíma því ég hef bætt mig í réttstöðulyftunni á þessum tíma,“ sagði Anníe í upphafi myndbandsins. „Ég endaði með að fá refsingu fyrir tveimur árum en nú passaði ég mig á því að klára æfinguna fullkomlega því ég vissi að ég gæti klárað þessa æfingu fljótt og vel,“ sagði Anníe en kærasti hennar Frederik Aegidius var með henni í myndbandinu og spurði hana nokkra spurninga. „Ég hefði verið rosaleg ánægð ef ég hefði náð að bæta tímann minn. Ég var því mjög ánægð með að hafa klárað á þessum tíma,“ sagði Anníe Mist. Það er ekki búið að staðfesta úrslitin í þriðja hlutanum en samkvæmt stöðunni núna er Anníe Mist í efsta sætinu með hinni bandarísku Brooke Wells. Báðar kláruðu á þessum heimsmetstíma. Það má sjá alla æfingu Anníe Mistar (og Söru í bakgrunni) hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira