Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. október 2019 06:30 Þórey Vilhjálsmdóttir hafði lengi gengið með hugmyndina af Jafréttisvísinum í maganum áður en hún var framkvæmd. Fréttablaðið/Ernir Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira