Örvæntingarfullir foreldrar í dauðaleit að graskerum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 00:37 Það er listgrein að skera út grasker. Guðmundur Thor Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira