Þórdís Kolbrún hitti George Clooney í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 18:51 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hitti leikarann og leikstjórann George Clooney í dag. Ráðherrann eyddi deginum langt úti á landi þar sem hún kynnti sér starfsemi True North og kvikmyndaiðnaðarins. Hún segir frá þessu á Twitter og tekur þar fram að hann hafi verið venjulegur og almennilegur. Var hann þó í gervi sem má ekki sýna og því gat hún ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ segir Þórdís um umræðuefni þeirra í dag.Hitti okkar mann George Clooney í dag. Hélt ég yrði í fyrsta sinn star struck en svo var hann bara svo venjulegur og almennilegur og við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 30, 2019 Clooney er hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Kvikmyndateymi hans hefur leyfi til veru á Skálafellsjökli fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Clooney leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið en það er Netflix sem framleiðir myndina. Veðrið í Vatnajökulsþjóðgarði setti strik í reikninginn í síðustu viku og lágu tökur niðri einn dag vegna veðurs. Spenna er á Höfn í Hornafirði vegna verkefnisins en áttatíu íbúar á svæðinu eru við tökur á myndinni í þessari viku. George Clooney vinnur að Netflix kvikmynd á Íslandi.VísirMyndin Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00 George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39 George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hitti leikarann og leikstjórann George Clooney í dag. Ráðherrann eyddi deginum langt úti á landi þar sem hún kynnti sér starfsemi True North og kvikmyndaiðnaðarins. Hún segir frá þessu á Twitter og tekur þar fram að hann hafi verið venjulegur og almennilegur. Var hann þó í gervi sem má ekki sýna og því gat hún ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ segir Þórdís um umræðuefni þeirra í dag.Hitti okkar mann George Clooney í dag. Hélt ég yrði í fyrsta sinn star struck en svo var hann bara svo venjulegur og almennilegur og við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 30, 2019 Clooney er hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Kvikmyndateymi hans hefur leyfi til veru á Skálafellsjökli fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Clooney leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið en það er Netflix sem framleiðir myndina. Veðrið í Vatnajökulsþjóðgarði setti strik í reikninginn í síðustu viku og lágu tökur niðri einn dag vegna veðurs. Spenna er á Höfn í Hornafirði vegna verkefnisins en áttatíu íbúar á svæðinu eru við tökur á myndinni í þessari viku. George Clooney vinnur að Netflix kvikmynd á Íslandi.VísirMyndin Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00 George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39 George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00
George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23