Nýir samningar um betri lífsgæði í hverri viku Heimsljós kynnir 30. október 2019 15:00 gunnisal Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa. Fyrr í vikunni samþykktu stjórnendur Alþjóðabankans 2 milljarða króna fjárstuðning til ríkisstjórnar Gana um menntaverkefni sem nær til tveggja milljóna barna og í síðustu viku var afgreitt 500 milljóna króna lán til Mósambíkur í þágu íbúa sem urðu illa úti í fellibyljum fyrr á árinu. Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum um fjárstuðning og framlög Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA), þeirrar stofnunar Alþjóðabankans, sem styður fátækustu þróunarríkin. IDA leggur fram ár hvert um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum ríkum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum frá IDA er meðal annars varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þróunarríkjum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Árangurinn af verkefnum IDA á síðustu árum er meðal annars sá að 330 milljónir barna hafa verið bólusettar gegn skæðum sjúkdómum, 96 milljónir manna hafa fengið aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónir hafa fengið aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. IDA á einnig stóran þátt í því að draga úr sárafátækt í heiminum en frá árinu 1990 til 2008 fækkaði sárafátækum í heiminum úr 36 prósentum niður í 8,6 prósent. Lífsgæði hundruð milljóna manna hafa einnig aukist á sama tíma. Margt er þó enn ógert. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans hafa tveir af hverjum þremur jarðarbúum ekki aðgang að rafmagni, einn af hverjum þremur hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni og einn af hverjum fimm býr við vannæringu.Íslendingar hafa um tæplega sextíu ára skeið lagt fram fjármuni í þróunarsamstarf IDA og sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála. Ísland situr sem kunnugt er næstu tvö árin í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent
Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa. Fyrr í vikunni samþykktu stjórnendur Alþjóðabankans 2 milljarða króna fjárstuðning til ríkisstjórnar Gana um menntaverkefni sem nær til tveggja milljóna barna og í síðustu viku var afgreitt 500 milljóna króna lán til Mósambíkur í þágu íbúa sem urðu illa úti í fellibyljum fyrr á árinu. Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum um fjárstuðning og framlög Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA), þeirrar stofnunar Alþjóðabankans, sem styður fátækustu þróunarríkin. IDA leggur fram ár hvert um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum ríkum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum frá IDA er meðal annars varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þróunarríkjum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Árangurinn af verkefnum IDA á síðustu árum er meðal annars sá að 330 milljónir barna hafa verið bólusettar gegn skæðum sjúkdómum, 96 milljónir manna hafa fengið aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónir hafa fengið aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. IDA á einnig stóran þátt í því að draga úr sárafátækt í heiminum en frá árinu 1990 til 2008 fækkaði sárafátækum í heiminum úr 36 prósentum niður í 8,6 prósent. Lífsgæði hundruð milljóna manna hafa einnig aukist á sama tíma. Margt er þó enn ógert. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans hafa tveir af hverjum þremur jarðarbúum ekki aðgang að rafmagni, einn af hverjum þremur hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni og einn af hverjum fimm býr við vannæringu.Íslendingar hafa um tæplega sextíu ára skeið lagt fram fjármuni í þróunarsamstarf IDA og sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála. Ísland situr sem kunnugt er næstu tvö árin í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent