Kærasti Anníe Mistar vann annan hlutann í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 12:30 Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius er í flottu formi í ár. Mynd/Instagram/frederikaegidius Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte. CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Sjá meira
Danski CrossFit kappinn Frederik Ægidius vann sér inn 2020 Bandaríkjadali fyrir að vera efstur í öðrum hluta CrossFit Open en CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr honum. Það voru þau Frederik Ægidius og Kristin Holte frá Noregi sem gerðu betur en allir sem reyndu sig við annan hlutann í CrossFit Open Frederik Ægidius er eins og flestir vita kærasti Anníe Mistar Þórisdóttur. Hann er líka hraustasti CrossFit maður Dana..@KristinHolte and Frederik Aegidius win Open Workout 20.2 and take home US$2,020. https://t.co/7fvTqUJRQu — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 29, 2019 Í tilefni af næstu heimsleikar fara fram á árinu 2020 þá er það einmitt verðlaunaféð fyrir þann karl og þá konu sem ná bestum árangri í hverjum hluta. 2020 Bandaríkjadalir eru rúmlega 251 þúsund íslenskar krónur. Frederik Ægidius náði 1030 endurtekningum í æfingum annars hlutans. Hann varð í 18. sæti í CrossFit Open í fyrra en náði ekki að klára á heimsleikunum. Í þessum öðrum hluta áttu þátttakendur að klára eins margar umferðir og þeir gátu á tuttugu mínútum af ákveðnum æfingum. Þær æfingar má sjá hér fyrir neðan.Frederik Ægidius endaði tveimur endurtekningum á undan næsta manni sem var Derek Saltou frá Bandaríkjunum en þriðji var síðan Grikkinn Lefteris Theofanidis sem vann einmitt fyrsta hlutann. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku karlanna en hann náði ellefta sætinu með 993 endurtekningum. Kristin Holte varð í öðru sæti á heimsleikunum í ágúst en hún náði 1045 endurtekningum í æfingunum og tryggði sér þar með efsta sætið. Jamie Greene, sem var þriðja á heimsleikunum, varð í 2. sæti. Holte lenti reyndar í vandræðum með upptökuna á æfingunni en gat sem betur fer reddað sér því það var varaupptaka í gangi. CrossFit fólkið þarf að geta sannað að þau hafi gert æfingarnar og þá er mikilvægt að tæknin klikki ekki. Sú norska slapp með skrekkinn að þessu sinni. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þriðja í þessum öðrum hluta með 1026 endurtekningar en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan níunda með 986 endurtekningar. Þær tvær voru því efstar af íslensku stelpunum. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki alveg eins öflug í þessari æfingu og kærastinn og varð að sætta sig við 22. sætið með 956 endurtekningar. Anníe Mist varð fjórða af íslensku stelpunum því Oddrún Eik Gylfadóttir náði 20. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá æfingar þeirra Frederiks Ægidius og Kristinar Holte.
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum