HBO pantar seríu um Targaryen-ættina 30. október 2019 07:58 Drekar verða að öllum líkindum mjög áberandi í nýju þáttunum. Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira