Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 12:17 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sjá meira