ESB skoðar kosti þess að taka upp eigin rafmynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2019 08:15 Rafmynt ESB gæti keppt við Bitcoin og Libra. Nordicphotos/Getty Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópusambandið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðnum áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB-ríkja myndu fljótlega fá frekari upplýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að viðskiptavinir geti opnað eigin bankareikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milligöngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsileg fyrir ESB eða ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Rafmyntir Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira