Rafræn skref í stjórnsýslunni lækka kostnað Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. nóvember 2019 17:00 Tillögur Byggingavettvangsins verða ræddar á fundi næstkomandi mánudag. Fréttablaðið/ernir „Heilt yfir snúa útfærslurnar að því að einfalda regluverk og verkferla til þess að byggingarferlið verði skilvirkara og framleiðni aukin. Þannig náum við að stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem skilar sér í lægra húsnæðisverði,“ segir Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Íslenski Byggingavettvangurinn hefur boðað til fundar á Grand Hótel næsta mánudag. Þar verða kynntar fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. „Við höfum verið að byggja of einsleitt húsnæði þar sem regluverkið hefur m.a. ekki heimilað ákveðna nýsköpun né veitt svigrúm til að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég er sannfærð um að þessar metnaðarfullu tillögur sem verða kynntar á mánudaginn munu auðvelda byggingu húsnæðis af því tagi sem hefur verið vöntun á,“ segir Sandra. Þar leikur rafræn stjórnsýsla lykilhlutverk. Frá árinu 2011 hefur átt sér stað uppbygging á rafrænni byggingargátt með það að markmiði að hægt sé að gefa út byggingarleyfi rafrænt, með því að efla þá vinnu og víkka hlutverk þeirrar gáttar munu ferlar verða einfaldari, skilvirkni og gagnsæi aukast. „Við viljum ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna með rafrænni stjórnsýslu, með einföldum hlut eins og að skylda sveitarfélögin til að nota Byggingargáttina og að innleiða rafrænar undirskriftir inn í gáttina má stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem síðan skilar sér í lægra byggingarverði,“ segir Sandra. Hún bætir við að það muni hafa meiri áhrif en marga grunar og tekur dæmi. „Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Eins og gefur að skilja er það tímafrekt og dýrt. Annað dæmi er að svo hægt sé að fá nákvæmar tölur um það hversu mikið af húsnæði er í byggingu, þarf starfsmaður Samtaka iðnaðarins að keyra í þrjár vikur um landið og handtelja íbúðir í byggingu. Með öflugri innleiðingu á rafrænum lausnum eins og Byggingargáttin er munu þessir hlutir heyra sögunni til.“ Spurð hvort mikil samstaða sé um breytingarnar sem útfærslur Byggingarvettvangsins fela í sér segir Sandra að svo sé. „Það er mikill einhugur um að nú sé kominn tími til að leysa þessi mál enda er húsnæði ein stærsta fjárfesting fólks á æviskeiði þess. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á að létta á regluverkinu í byggingariðnaði og skerpa á regluverkinu og tillögurnar sem komu fram í skýrslu átakshópsins gefa skýr skilaboð um að það eigi að taka þetta föstum tökum,“ segir Sandra. Íslenski byggingavettvangurinn var settur á stofn árið 2016 sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að byggingarmálum. Hlutverk Byggingavettvangsins var síðan aukið á þann hátt að auk þess myndi hann fjalla um skipulagsmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsnæðis. Sandra segir að útfærslurnar sem kynntar verði á mánudaginn snúi eingöngu að byggingarmálum. Skipulagsmálin verði tekin fyrir eftir áramót. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Heilt yfir snúa útfærslurnar að því að einfalda regluverk og verkferla til þess að byggingarferlið verði skilvirkara og framleiðni aukin. Þannig náum við að stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem skilar sér í lægra húsnæðisverði,“ segir Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Íslenski Byggingavettvangurinn hefur boðað til fundar á Grand Hótel næsta mánudag. Þar verða kynntar fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. „Við höfum verið að byggja of einsleitt húsnæði þar sem regluverkið hefur m.a. ekki heimilað ákveðna nýsköpun né veitt svigrúm til að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég er sannfærð um að þessar metnaðarfullu tillögur sem verða kynntar á mánudaginn munu auðvelda byggingu húsnæðis af því tagi sem hefur verið vöntun á,“ segir Sandra. Þar leikur rafræn stjórnsýsla lykilhlutverk. Frá árinu 2011 hefur átt sér stað uppbygging á rafrænni byggingargátt með það að markmiði að hægt sé að gefa út byggingarleyfi rafrænt, með því að efla þá vinnu og víkka hlutverk þeirrar gáttar munu ferlar verða einfaldari, skilvirkni og gagnsæi aukast. „Við viljum ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna með rafrænni stjórnsýslu, með einföldum hlut eins og að skylda sveitarfélögin til að nota Byggingargáttina og að innleiða rafrænar undirskriftir inn í gáttina má stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem síðan skilar sér í lægra byggingarverði,“ segir Sandra. Hún bætir við að það muni hafa meiri áhrif en marga grunar og tekur dæmi. „Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Eins og gefur að skilja er það tímafrekt og dýrt. Annað dæmi er að svo hægt sé að fá nákvæmar tölur um það hversu mikið af húsnæði er í byggingu, þarf starfsmaður Samtaka iðnaðarins að keyra í þrjár vikur um landið og handtelja íbúðir í byggingu. Með öflugri innleiðingu á rafrænum lausnum eins og Byggingargáttin er munu þessir hlutir heyra sögunni til.“ Spurð hvort mikil samstaða sé um breytingarnar sem útfærslur Byggingarvettvangsins fela í sér segir Sandra að svo sé. „Það er mikill einhugur um að nú sé kominn tími til að leysa þessi mál enda er húsnæði ein stærsta fjárfesting fólks á æviskeiði þess. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á að létta á regluverkinu í byggingariðnaði og skerpa á regluverkinu og tillögurnar sem komu fram í skýrslu átakshópsins gefa skýr skilaboð um að það eigi að taka þetta föstum tökum,“ segir Sandra. Íslenski byggingavettvangurinn var settur á stofn árið 2016 sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að byggingarmálum. Hlutverk Byggingavettvangsins var síðan aukið á þann hátt að auk þess myndi hann fjalla um skipulagsmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsnæðis. Sandra segir að útfærslurnar sem kynntar verði á mánudaginn snúi eingöngu að byggingarmálum. Skipulagsmálin verði tekin fyrir eftir áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira