Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Prófessor í guðfræði telur víst að hagræðing muni fara fram innan kirkjunnar og að kirkjur verði seldar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi. Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi.
Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira