Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Prófessor í guðfræði telur víst að hagræðing muni fara fram innan kirkjunnar og að kirkjur verði seldar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi. Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi.
Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira