Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 16:45 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag. vísir/vilhelm Talsmaður Play segir starfsmannakjör félagsins „byggð upp með öðrum hætti en áður hefur tíðkast.“ Ekki verði hjá því litið að Play sé lággjaldaflugfélag og rekstur þess því öðruvísi en fullþjónustuflugfélaga (e. legacy) sem bjóði önnur kjör. Gagnrýni ASÍ sé þó innistæðulaus og hafi flugliðar komið að samningagerðinni. Play muni bjóða upp á „mjög góð laun“ að sögn talsmannsins, betri en fyrrverandi starfsmönnum WOW air hefur boðist hjá öðrum flugfélögum. Aftur á móti verði áhafnir að koma sér sjálfar til og frá Keflavíkurflugvelli, sem ekki var raunin fyrir starfsmenn WOW, en það sé alla jafna raunin erlendis. Launakjör flugliða og flugmanna Play hafa verið til umfjöllunar allt frá blaðamannafundi flugfélagsins á þriðjudag. Þar greindi forstjóri Play, Arnar Már Magnússon, frá því að þegar hafi verið gengið til kjarasamninga við stéttarfélag umræddra stétta, Íslenska flugstéttarfélagið (ÍFF). Starfsmönnum Play yrðu greidd laun í samræmi við íslenska samninga, enda flugfélagið með höfuðstöðvar hér á landi. Það vakti því athygli í gær þegar fregnir bárust af fjárfestakynningu Play og fullyrðingum sem þar birtast um kostnaðaraðhald félagsins. Í krafti fyrrnefnds kjarasamnings við ÍFF hafi stjórnendum Play tekist að lækka launakostnað um 27 til 37 prósent, samanborið við það sem viðgekkst hjá WOW air á sínum tíma. Jafnframt muni Play ná fram betri nýtingu áhafna en þekkst hefur, næstum tvöfalt betri en Icelandair býr við. Alþýðusamband Íslands hefur tvívegis gert athugasemd við kjarasamningagerð Play, strax eftir blaðamannafundinn á þriðjudag og svo aftur í pistli forsetans nú eftir hádegi. Það sé varhugavert að mati ASÍ að semja svo afdráttarlaust um launakjör áður en nokkur flugliði hafi verið ráðinn og því hafi þeir ekki geta haft aðkomu að eigin kjarasamningagerð.Fyrrum WOW-liðar sáttir María Margrét Jóhannsdóttir, talsmaður Play, segir það vissulega rétt að starfsmannakjör flugfélagsins séu byggð upp með öðrum hætti en tíðkast hefur - enda hafi verið „löngu tímabært að ráðast í þá endurskoðun.“ Flugfélagið hafi átt í „mjög góðu samstarfi við alla aðila máls og teljum að það muni ríkja almenn sátt um samningana.“ Hún vill að sama skapi taka fram að það sé ekki rétt sem ASÍ hefur haldið fram. Flugliðar hafi samið um kaup og kjör. Þá tekur María jafnframt fram að fyrrum starfsmenn WOW hafi margir hverjir leitað atvinnu erlendis eftir fall flugfélagsins. Launakjör Play séu betri en starfsmönnum WOW býðst erlendis og séu þeir WOW-liðar sem hafi séð samningana ánægðir með þá - „auk þess sem þau starfa hér heima,“ sem verði að teljast kostur. Þó verði ekki hjá því litið að Play er lággjaldaflugfélag og reksturinn verði að taka mið af því. Til að mynda mun starfsfólk Play þurfa að verða sér sjálft úti um flutning til og frá Keflavíkurflugvelli, en íslensku flugfélögin hafa alla jafnt séð starfsfólki fyrir rútuferðum að flugvellinum. Starfsmenn fái bifreiðastyrk á móti og bætir María við að fyrirkomulag Play sé það sem tíðkist almennt erlendis. Það sé afstaða félagsins að það muni bjóða upp á „mjög góð laun fyrir skemmtilegt og fjölbreytt starf.“ Á síðustu þremur dögum hafi borist um tvö þúsund starfsumsóknir og enn séu fimm dagar eftir af umsóknarfrestinum. Fréttir af flugi Kjaramál Play Tengdar fréttir Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Talsmaður Play segir starfsmannakjör félagsins „byggð upp með öðrum hætti en áður hefur tíðkast.“ Ekki verði hjá því litið að Play sé lággjaldaflugfélag og rekstur þess því öðruvísi en fullþjónustuflugfélaga (e. legacy) sem bjóði önnur kjör. Gagnrýni ASÍ sé þó innistæðulaus og hafi flugliðar komið að samningagerðinni. Play muni bjóða upp á „mjög góð laun“ að sögn talsmannsins, betri en fyrrverandi starfsmönnum WOW air hefur boðist hjá öðrum flugfélögum. Aftur á móti verði áhafnir að koma sér sjálfar til og frá Keflavíkurflugvelli, sem ekki var raunin fyrir starfsmenn WOW, en það sé alla jafna raunin erlendis. Launakjör flugliða og flugmanna Play hafa verið til umfjöllunar allt frá blaðamannafundi flugfélagsins á þriðjudag. Þar greindi forstjóri Play, Arnar Már Magnússon, frá því að þegar hafi verið gengið til kjarasamninga við stéttarfélag umræddra stétta, Íslenska flugstéttarfélagið (ÍFF). Starfsmönnum Play yrðu greidd laun í samræmi við íslenska samninga, enda flugfélagið með höfuðstöðvar hér á landi. Það vakti því athygli í gær þegar fregnir bárust af fjárfestakynningu Play og fullyrðingum sem þar birtast um kostnaðaraðhald félagsins. Í krafti fyrrnefnds kjarasamnings við ÍFF hafi stjórnendum Play tekist að lækka launakostnað um 27 til 37 prósent, samanborið við það sem viðgekkst hjá WOW air á sínum tíma. Jafnframt muni Play ná fram betri nýtingu áhafna en þekkst hefur, næstum tvöfalt betri en Icelandair býr við. Alþýðusamband Íslands hefur tvívegis gert athugasemd við kjarasamningagerð Play, strax eftir blaðamannafundinn á þriðjudag og svo aftur í pistli forsetans nú eftir hádegi. Það sé varhugavert að mati ASÍ að semja svo afdráttarlaust um launakjör áður en nokkur flugliði hafi verið ráðinn og því hafi þeir ekki geta haft aðkomu að eigin kjarasamningagerð.Fyrrum WOW-liðar sáttir María Margrét Jóhannsdóttir, talsmaður Play, segir það vissulega rétt að starfsmannakjör flugfélagsins séu byggð upp með öðrum hætti en tíðkast hefur - enda hafi verið „löngu tímabært að ráðast í þá endurskoðun.“ Flugfélagið hafi átt í „mjög góðu samstarfi við alla aðila máls og teljum að það muni ríkja almenn sátt um samningana.“ Hún vill að sama skapi taka fram að það sé ekki rétt sem ASÍ hefur haldið fram. Flugliðar hafi samið um kaup og kjör. Þá tekur María jafnframt fram að fyrrum starfsmenn WOW hafi margir hverjir leitað atvinnu erlendis eftir fall flugfélagsins. Launakjör Play séu betri en starfsmönnum WOW býðst erlendis og séu þeir WOW-liðar sem hafi séð samningana ánægðir með þá - „auk þess sem þau starfa hér heima,“ sem verði að teljast kostur. Þó verði ekki hjá því litið að Play er lággjaldaflugfélag og reksturinn verði að taka mið af því. Til að mynda mun starfsfólk Play þurfa að verða sér sjálft úti um flutning til og frá Keflavíkurflugvelli, en íslensku flugfélögin hafa alla jafnt séð starfsfólki fyrir rútuferðum að flugvellinum. Starfsmenn fái bifreiðastyrk á móti og bætir María við að fyrirkomulag Play sé það sem tíðkist almennt erlendis. Það sé afstaða félagsins að það muni bjóða upp á „mjög góð laun fyrir skemmtilegt og fjölbreytt starf.“ Á síðustu þremur dögum hafi borist um tvö þúsund starfsumsóknir og enn séu fimm dagar eftir af umsóknarfrestinum.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Tengdar fréttir Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45